Stúdentaráðsfundur 16. desember 2020

Kæru stúdentar

Miðvikudaginn 16. desember fer Stúdentaráðsfundur fram á Teams kl 17:00. Óski almennur stúdent eftir að sækja fundinn skal senda beiðni þess efnis á shi@hi.is.
Samkvæmt 9. gr. laga Stúdentaráðs eru fundir ráðsins opnir öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Þá skal auglýsa þá öllum stúdentum og er þeim því velkomið að mæta á fundi ráðsins.

Dagskrá fundarins má finna hér.

Fundurinn fer fram á íslensku. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Stúdentaráðs, í síma 570-0850 eða í tölvupósti, shi@hi.is, ef spurningar vakna um fundinn eða dagskrá hans. Jafnframt er öllum stúdentum velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.

Umsóknir opnar í Stúdentasjóð vegna 2. úthlutunar

Það er nú opið fyrir umsóknir í aðra úthlutun Stúdentasjóðs. Hægt er að sækja um styrki hér. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að fara eins ítarlega eftir leiðbeiningum í umsóknarskjali og kostur er, en frávik frá reglum varðar frávísun umsóknar.

Áður en sótt er um hvetjum við ykkur til að kynna ykkur lög og verklagsreglur sjóðsins, en þær má nálgast hér og á heimasíðu Stúdentaráðs.

Spurningum skal vísað til Hauks Friðrikssonar, forseta sjóðsins, á netfangið studentasjodur@hi.is

 

Afmælishátíð Stúdentaráðs

Stúdentaráð Háskóla Íslands býður til hátíðarhalda í tilefni af aldarafmæli ráðsins. Afmælishátíðin mun fara fram 4. desember í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands en vegna samfélagsástandsins verður beint streymi þaðan kl. 18 fyrir gesti heima í stofu.

Afmælið markar stór tímamót í hagsmunabaráttu stúdenta, sem hefur sett svip sinn á samfélagið í heild sinni frá því að stúdentar gengu fyrst til kosninga í desember árið 1920. Sú staðreynd hvetur ráðið sem og stúdenta til dáða og áframhaldandi hagsmunagæslu. Stúdentaráð er um þessar mundir að vinna að heimildaþætti um sögu ráðsins í samstarfi við Háskóla Íslands, RÚV og Landsbankann, og verður sýnishorn frumsýnt á hátíðinni.

Heiðurgestir eru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem opnar hátíðina, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, munu einnig ávarpa gesti. Þá mun söngkonan GDRN stíga á svið og Vigdís Hafliðadóttir, fyrrverandi stúdentaráðsliði, flytja uppistand.

Stúdentaráð hlakkar mikið til að fagna sögu ráðsins á afmælisdegi þess og vonast til þess að stúdentar og aðrir landsmenn sameinist í fögnuðinum.

Streymið má finna hér og umfjöllun Háskóla Íslands um aldarafmælið er aðgengileg hér.

Heimildarþáttur um sögu Stúdentaráðs

Í tilefni 100 ára afmæli Stúdentaráðs, hefur ráðið verið að vinna að heimildarþáttum.

Stúdentaráð Háskóla Íslands mun í samstarfi við Landsbankann, Háskóla Íslands og RÚV gefa út heimildaþætti, í tilefni aldar afmælisins. Þeir munu fjalla um hagsmunabaráttu stúdenta og rekja sögu Stúdentaráðs.

 

Ingileif Friðriksdóttir sér um þáttastjórn og verða viðmælendur þáttarins allskyns fólk sem hefur komið að starfi Stúdentaráðs með einum eða öðrum hætti í gegnum árin og sett sitt mark á hagsmunabaráttuna.

Þættirnir verða sýndir á RÚV og munum við birta tímasetningar þegar að nær dregur.
Stikla úr þáttunum verður frumsýnd á afmælishátíð Stúdentaráðs þann 4. desember næstkomandi. Hátíðin byrjar klukkan 18:00 og er hlekkur á streymið hér: https://www.hi.is/vidburdir/aldarafmaeli_studentarads_fagnad

Stúdentaráð í kvöldfréttum RÚV

Emily Reise alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs var í kvöldfréttum RÚV nú á dögunum.
Þar talar um aðstæður erlenda nemenda við Háskóla Íslands. Þar segir hún ljóst að áhyggjur séu helst vegna óvissunnar sem stafar af þróun faraldursins og að skólayfirvöld verði að leggjast við hlustir og sýna sveigjanleika í tengslum við prófahald.
Armando Garcia framhaldsnemi í menntunarfræði segir einnig frá sinni reynslu.
Emily hefur verið mjög öflug í starfi sínu, reiðubúin til að aðstoða og leita leiða til að viðhalda félagslega þáttinn með allskonar rafrænum viðburðum. Stúdentar þurfa samt sem áður að fá stuðning frá háskólanum og stjórnvöldum einnig og þeim sýndur skilningur.
Frétt má sjá hér https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/27717/8kua2e viðtali við Emily hefst á 13:20